Færsluflokkur: Bloggar

Jean-Baptiste Grange leiðir heimsbikarinn

Eftir sigur Jean-Baptiste Grange í fyrra dag í Zagreb hefur hann komið sér upp fyrir Aksel lund Svindal í baráttunni um heimsbikar titilinn í samanlögðu.

Röðinn í heimsbikarnum er þannig að Grang leiðir með 466 stig svo Svindal með 444 stig Raich með 433 stig, Ivica með 395 stig og Cuche með 379 stig.

Þarna sést hvað baráttan á toppnum er rosalega jöfn það er ekki nema 100 stiga munur á fyrstu átta keppendunum þannig að baráttan er ekki næstum lokið og þess vegna verður gaman að fylgjast með framhaldinu í vetur.


Jean-Baptiste Grange sigrar í Króatíu

Frakkinn Jean Baptiste Grange heldur áfram að vera í góðu formi í sviginu og náði örðum sigri sínum í vetur og eykur þar með forskotið sitt í baráttunni um svig bikarinn.

Jean-Baptiste Grange neitaði Ivica Kostelic um sigurinn á heimavelli þar sem Ivica var annar eftir fyrri ferðina og náði besta tímanum en Grange held ekki og kom 5/100 á undan honum í mark og náð sigrinum sem þýðir að Kostelic verði að bíða annað ár eftir að ná sigri á heimavelli.

Björgvin Björgvinsson tók þátt í mótinnu í dag og náð mjög góðum árangri hann var með rás nr 65 og náði inn í seinni ferðina og endaði svo allt í allt í 25 sæti 3.26 á eftir Grange. En það var annar keppandi ungur Norsari sem átti mjög gott mót hann byrjaði með rás nr 70 og náði að koma sér uppi í 7 sæti með tveimur mjög góðum ferðum.


Nicole Hosp frá í 6 vikur

Nicole Hosp sem datt á æfingu í Zagreb daginn fyrir mótið í gær og fann fyrir meiðslum í vinstra hné, hefur nú gengið undir aðra læknis skoðun í Innsbruck og komið hefur í ljós að hún verður frá í keppni um það bil 6 vikur sem settur fyrrum heimsbikarhafa í stórsvig og samanlögðu eigilega úr keppni um að ná öðrum bikar.

Riesch sigra í Zagreb

Þjóðverin Maria Reisch sigraði svigið núna í morgun í Zagreb á undan Nicole Guis sem var önnur og Sarka Zahrobska og Anja Paerson sem varð fjórða

Lindsey Vonn sem var efst í heimsbikarnum fyrir þetta mót leiddi mótið eftir fyrri ferð þar sem hún og Maria Reisch voru í nokkrum sérflokki eftir fyrri ferðina, en í seinni ferðinni datt Lindsey Vonn og gaf Maria Reisch sigur eftir að Reisch hafði farið nokkuð örugglega niður.

Úrslitin í dag breytta aðeins stöðunni í heimsbikarnum þar sem Lindsey Vonn dettur niður í þriðja sætið og Maria Reisch er orðinn fyrst með 607 stig og Tanja Poutiainen önnur með 534 stig og svo Lindsey Vonn með 530 stig


Neureuther vann samhliðasvigið

Heimsbikarsmótið í samhliðasvig var haldið í Rússlandi núna seinni partinn þar sem þjóðverjinn Felix Neureuther náði sigri.

Felix Neureuther og Jean-Baptiste Grange mættust í úrslitum eftir að mörg stærstu nöfn heimsbikarins hefði verið sleginn út. Felix Neureuther sigraði fyrri ferðina í úrslitunum en Jean-Baptiste Grange náði honum eftir seinni ferðina og urðu þeir þá jafnir eftir tvær ferðir og var þá haldinn bráðabanni þar sem Felix Neureuther náði að sigra eftir mistök hjá Jean-Baptiste Grange.

Bode Miller og Ted Ligety báðir frá bandaríkjunum kepptu um þriðja sætið og endaði það með að Bode Miller hafði sigur í báðum ferðum og tryggði sér þar með þriðja sætið

Felix Neureuther náð þar með að krækja sér í 40.000 € vinningsféð


Svindal og Vonn hæst á peningalistanum

Aksel lund Svindal og Lindsey Vonn sem eru bæði efst í heimsbikarnum eru einnig efst á peningalistanum nú á áramótum.

Aksel Lund Svindal frá Noregi er efstur af köllunum með 444 stig í heimsbikarnum, einnig hefur hann fengið vinningsfé upp á 112.000 svissneska franka en þetta er um það bil 13 milljónir sem hann hefur halað inn nú af upphafi keppnistímabilinu 2008/2009

 Men
1. Aksel Lund Svindal (NOR) 112.153
2. Benjamin Raich (AUT) 107.366
3. Jean-Baptiste Grange (FRA) 88.814
4. Daniel Albrecht (SUI) 89.828
5. Ivica Kostelic (CRO) 84.990
6. Carlo Janka (SUI) 59.631

Lindsey Vonn frá Bandaríkjunum er efst kvenna í heimsbikarnum með 530 stig og leiðir einnig peningalistann með því að hafa fengið 126.000 franka eða 14 milljónir króna í vinningsfé á þessu keppnistímabili

Konur
1. Lindsey Vonn (USA) 126.470
2. Tanja Poutiainen (FIN) 123.050
3. Maria Riesch (GER) 112.500
4. Kathrin Zettel (AUT) 105.810
5. Nicole Hosp (AUT) 82.500
6. Anja Pärson (SWE) 74.925

En næstu helgi er Snow queen mótið sem er mótið með hæsta vinningsféð og einnig er eftir mótin í kitzbuhel þar sem mikið er um pening sem hægt er að vinna þannig að þessir listar gætu tekið miklar breytingar á næstunni.



Hahnenkamm keppninar í kitzbuhel

Vinningsféð á mótunum í Kitzbuhel hefur nú verið hækkað uppi í 550.000 evrur, þetta var ákveðið af mótarnefndinni í kitzbuhel.

Kitzbuhl svæðið er kannski mest þekkt fyrir að hafa einna erfiðustu brunn brekku sem keppt er í heimsbikarnum en þar er einnig keppt í svigi, risasvigi og tvíkeppni.

Vinningsféð skiptis þannig milli keppnisgreina að svigið og brunið fær 175.000 evrur, risasviginu 150 evrur og í tvíkeppnin 70.000 evrur, en þessum upphæðum mun vera skipt á milli 30 fyrstu keppendum í hveri grein.


Fernsebner keppir ekki meiri í vetur

Þýska stúlkan Caroline Fernsebner munn ekki keppa neitt meira í vetur vegna meiðsla sem hún varð fyrir þegar hún datt í fyrri ferð í Semmering seinustu helgi en eftir frekari rannsókn kom í ljós að hún hafi slitið krossbönd í báðum hnjánum. 

Fernsebner sem er 22 ára gömul fór í aðgerð í Munchen á mánudaginn og reiknað er með að hún ætti að ná upphafi á næsta keppnistímabili. 


Zagreb

Næstu mót heimsbikarins verða haldin í zagreb í Króatía. Í Zagreber keppt í svigi og munu konunnar ríða á vaðið og keppa 4 jan og karlarni 6.Þetta er fimmta skipti sem heimsbikar kvenna verður í Zagreb og síðasti sigurvegari þar var Tanja Poutiaine en karlarnir kepptu fyrst í fyrr og vann MarioMatt þá.

Mótið í Zagreb er kallað snow queen og var skýrt eftir janicakostelic, þetta er talið vera vinsælast kvenna mótið á mótaröðinni og einnig erþar hæsta verðlauna fé fyrir konur, sem eru 465.000 dollarar sem skiptast ámilli fyrstu 30 keppandana


Maria Riesch sigrar svigið í Semmering

Þjóðverjinn Maria Riesch leiddi eftir fyrni ferðin 58/100 á undan Tanja Poutiaine og 78/100 frá Katherin Zettel.

Seinni ferðin var mjög spennandi þar sem samanlagði tími Ana Jelusic virtist ætlaði ekki að vera bættur fyrr en Lindsey Vonn stiga hæsti keppandinn í heimsbikarnum komst fram fyrir hana á samanlögðum tíma. Ana Jelusic var samt með  besta tíma í seinni ferð sem sýnir að þarna er efnilega stúlka á ferð frá Króatíu.

Lindsey Vonn endaði í þriðja sæti á eftir Tanja Poutiaine og Maria Riesch, þessi úrslit þýða það að topp baráttan í heimsbikarnum þéttist þar sem Vonn er fyrst Riesch önnur og Poutiaine þriðja, en Riesch og Poutiaine skiptu um sæti eftir mótið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband